Sveitarstjórn - 314 (14.5.2019) - Frá 906. fundi byggðaráðs þann 09.05.2019; Varðar umsóknir um lóðir við Hringtún 17 og Hringtún 19, breytingar á deiliskipulagi og andmæli íbúa.
Málsnúmer201902027
MálsaðiliOttó Biering Ottósson
Skráð afGudrunP
Stofnað dags15.05.2019
NiðurstaðaSamþykkt
Athugasemd
Texti15. a): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu umhverfisráðs og byggðaráðs vegna deiliskipulagsbreytinga vegna lóða 17 og 19 við Hringtún. Í þeirri tillögu er tekið tillit til athugasemda nágranna um að eðlilegra sé að breytingartillagan lúti málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði auglýst sem deiliskipulagsbreyting. Með þessari samþykkt fer umsókn um lóðir 17 og 19 og deiliskipulagsbreytingin í auglýsingu og kynningarferli þar sem íbúum gefst kostur á að koma með athugasemdir á auglýsingatíma. 15. b): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreind rök og svar byggðaráðs til íbúa í Túnahverfi við erindi dagsettu þann 17. apríl 2019. 15. c): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs og byggðaráðs að hvað varðar um á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt er að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par- og ráðhúsum, sbr. fundargerð umhverfisráðs frá 11. apríl s.l. og að eftirfarandi svæði verði tekin til endurskoðunar: 1. Deiliskipulag Hóla- og túnahverfis tillögur 5,6,7 og 9. 2. Deiliskipulag Lokastígsreits tillaga 1. 3. Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut tillaga 10. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra að bókun.